Kirsuberjarautt á veitingastað

Veitingastaðinn Remi má finna í Berlín, þar sem innréttingar eru …
Veitingastaðinn Remi má finna í Berlín, þar sem innréttingar eru m.a. í kirsuberjarauðum lit. Mbl.is/Dezeen_Robert Rieger

Rauðlitaðir skápar í opnu eldhúsi eru áberandi á veitingastaðnum Remi í Berlín – og það er hér sem umhverfið kitlar bragðlaukana.

Remi er staðsettur nálægt Rosa-Luxemburg-Platz-torginu í Berlín og í eigu hollensku meistarakokkanna Lode van Zuylen og Stijn Remi, sem sjá til þess að gestir fari vel nærðir eftir heimsókn á staðinn. Þeir vildu búa til veitingahús þar sem auðvelt væri að hittast, hvort sem þú komir inn til að lesa blöð dagsins, grípa þér fljótlegan hádegisverð eða vilt eiga rómantískt kvöld.

Miðja veitingastaðarins er opna eldhúsið, sem samanstendur af kirsuberjarauðum lit. Hér var vandað við alla smíði með mikilli nákvæmni í smáatriðunum. Eins eru rauðar hillur sem liggja meðfram afturvegg staðarins og sýna vínflöskur, glervörur og krukkur með ýmsum hráefnum. Eins eru gólfsíðir gluggar sem umlykja staðinn frá öllum hliðum og hleypa mikilli birtu inn. Og ef marka má matseðilinn, þá er hann alls ekki af verri endanum – þeir sem vilja skoða nánar geta skoðað betur HÉR.

Stólarnir eru frá danska hönnunarfyrirtækinu Please Wait To Be Seated.
Stólarnir eru frá danska hönnunarfyrirtækinu Please Wait To Be Seated. Mbl.is/Dezeen_Robert Rieger
Takið eftir hvítu neonljósa-túbunum í loftinu.
Takið eftir hvítu neonljósa-túbunum í loftinu. Mbl.is/Dezeen_Robert Rieger
Mbl.is/Dezeen_Robert Rieger
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert