Líkti vegansteik við kynlífsleikfang eiginkonunnar

Gordon Ramsay er skemmtilega skapheitur.
Gordon Ramsay er skemmtilega skapheitur.

Þetta er snargalin fyrirsögn og segir svo sem ekki mikið um innihald fréttarinnar enda erum við hér að tala um Gordon Ramsay sem í þetta skiptið ákvað að taka unga grænmetisætu á samfélagsmiðlinum tiktok af lífi. 

Grænmetisætan var í mesta sakleysi að endurhanna hina frægu wellingtonsteik þar sem úrvalskjötbiti er bakaður inni í smjördeigi. Búið var að smyrja kálblað með mauki og rúlla utan um agúrku sem síðan átti að vefja smjördeigi utan um þegar Ramsay missti það gjörsamlega og sagði að fyrirbærið minnti einna helst á dótið sem konan hans geymdi undir rúminu þeirra.

Eins og venjulega þarf bara smá af Gordon Ramsay til að komast í gott skap og við þökkum honum kærlega fyrir það og klöppum fyrir hressu grænmetisætunni og erum þess fullviss að agúrku-wellington eigi eftir að trenda - jafnvel þótt Ramsay hafi kallað tilraunina móðgun við Wellington.

@gordonramsayofficial

#duet with @thenottychef Someone needs a lesson from @thatveganteacher 🤦‍♂️ #ramsayreacts #veganteacher #tiktokcooks

♬ Vivid - City Girl
mbl.is