Margir veitingastaðir orðnir vel bókaðir í sumar

Ljósmynd/Lucky Buns

„Við sjáum breytingu milli ára. Fólk er greinilega að skipuleggja sumarið sitt með það í huga að ferðast innanlands og það eru sumar dagsetningar hjá okkur orðnar vel bókaðar og einn og einn dagur orðinn fullbókaður,“ segir Berglind Sigmarsdóttir, veitingakona í Vestmannaeyjum, um sumarið fram undan.

Margir veitingamenn taka í sama streng og sjá greinileg merki þess að fólk sé byrjað að skipuleggja sumarið. Það sé þó rétt að byrja.

Ljóst er að landinn mun ferðast innanlands í sumar og því geta veitingastaðir farið að undirbúa sig með tilliti til breyttra aðstæðna. Vissulega sé vinsælt að grilla útlilegumat á tjaldsvæðum en æ fleiri nýti sér að fara út að borða eða ná í take-away-mat.

Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason eiga veitingastaðinn GOTT í Vestmanneyjum.
Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason eiga veitingastaðinn GOTT í Vestmanneyjum.
mbl.is