Chrissy Teigen opnar vefverslun

Meistari Chrissy Teigen ásamt móður sinni, eiginmanni og börnum.
Meistari Chrissy Teigen ásamt móður sinni, eiginmanni og börnum.

Ein skemmtilegasta kona heims, Chrissy Teigen, tók á dögunum vefsíðuna sína í gegn og opnaði vefverslun í leiðinni sem selur svo frábæra hluti að sú sem þetta ritar sér fram á góðar stundir á næstunni.

Við erum að tala um kryddblöndur, eldhúsáhöld og síðast en ekki síst sloppa! Teigen er nefnilega þekkt fyrir ást sína á sloppum og inniskóm.

Vefsíðan er síðan sneisafull af skemmtilegheitum eins og Teigen einni er lagið og það er víst á hreinu að heimurinn væri aðeins fátæklegri ef hennar nyti ekki við.

Cravings by Chrissy Teigen

mbl.is