Heitasta tiktok-stjarna heims með nýjan drykk á markað

Charlie D'Amelio og vinkonur hennar eru það heitasta heita á …
Charlie D'Amelio og vinkonur hennar eru það heitasta heita á samfélagsmiðlum þessa dagana. Ljósmynd/Dunkin

Ef þið eruð splunkuný í heimi tiktok þá vitið þið væntanlega ekki að stúlka að nafni Charlie D'Amelio er það heitasta heitt þar inni.

D'Amelio byrjaði ferilinn með einföldum dansmyndböndum á miðlinum og á fremur skömmum tíma öðlaðist hún gríðarlegar vinsældir og er nú með yfir 100 milljónir fylgjenda. D'Amelio er mikill Dunkin-aðdáandi og kalla aðdáendur hennar sig því nafni.

Dunkin hefur nýtt sér ást D'Amelio á staðnum og í september kom á markað drykkurinn The Charlie sem er einkennisdrykkur D'Amelio. Og nú er kominn nýr drykkur sem kallast The Charlie Cold Foam en hann fer í sölu eftir þrjá daga og inniheldur kaffi, þrjú karamelluskot og sæta kalda froðu með kanilsykri á toppnum.

Þannig að ef þið eigið í mestu vandræðum með að skilja af hverju dætur ykkar eru allt í einu með Dunkin á heilanum, eru að reyna að gera sitt eigið kaffi í blandaranum heima eða tala um D'Amelio eins og hún sé gamall fjölskylduvinur þá eruð þið vonanadi komin með skýringu þar á...

Ljósmynd/Dunkin
mbl.is