Íslenskt gin vinnur til alþjóðlegra verðlauna

Hákon Freyr Freysson.
Hákon Freyr Freysson. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekki á hverjum degi sem íslenskar afurðir vinna verðlaun á alþjóðavettvangi og því mun meira gleðiefni þegar það gerist.

Íslenska ginið Stuðlaberg vann í gær tvöfalt gull á World Gin Awards 2021. Hlaut Stuðlaberg verðlaunin í flokknum Contemporary og svo Best Icelandic Contemporary.

Þess má geta að Contemporary-flokkurinn er stærsti ginflokkur í heimi en verðlaunin eru ein þau virtustu í þessum geira en yfir 800 gintegundir tóku þátt í keppninni í ár.

Stuðlaberg er framleitt í Hafnarfirði hjá Hovdenak Distillery, sem einnig býr til kaffilíkjörinn Rökkva og kartöfluvodkann Loka.

Að sögn Hákons Freys Freyssonar hjá Hovdenak Distillery munu verðlaunin hjálpa mikið þegar kemur að útflutningi en Stuðlabergið má nú þegar finna víða í heiminum.

Næsta skref hjá fyrirtækinu sé að koma nýrri línu út sem mun bera nafnið Pure North, en það er stór lína með miklu úrvali af áfengi á viðráðanlegu verði.

Country Winner – Stuðlaberg Gin / Distilled Dry Gin – World Gin awards 2021

Ljósmynd/Aðsend
Pure North línan er væntanleg á næstunni.
Pure North línan er væntanleg á næstunni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert