Gordon Ramsay í gríðarlegum vandræðum

Gordon Ramsay.
Gordon Ramsay.

Gordon Ramsay ætti helst ekki að koma fram í beinni útsendingu þar sem mikið er í húfi. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann kom fram í skemmtiþætti Ant & Dec í Bretlandi þar sem hann átti að lesa af vörum konu. Eitthvað gekk kappanum illa og í stað þess að eyða orkunni í að reyna ákvað hann að þetta væri konunni að kenna og þá ekki síst hversu illa tennt hún væri.

Ummælin hafa bókstaflega sett allt á hliðina... eða svo gott sem og kjaftfori kokkurinn er aðeins að fá á baukinn. Hann er hins vegar ýmsu vanur og hristir það af sér en hins vegar á maður ekki að gera grín að útliti fólks... svoleiðis er það nú bara.

Einbeitingarsvipurinn á Ramsay leynir sér ekki.
Einbeitingarsvipurinn á Ramsay leynir sér ekki.
mbl.is