Sótsvört upplifun á veitingahúsi

Svartur og dularfullur veitingastaður í Tókýó.
Svartur og dularfullur veitingastaður í Tókýó. Mbl.is/Snøhetta

Hér er alls ekki um neina sorgarfrétt að ræða, heldur það allra nýjasta í heimi hönnunar á veitingastað í Tókýó.

Burnside er frjálslegur veitingastaður á daginn og huggulegur bar á kvöldin. Staðurinn var hannaður af norska arkitektafyrirtækinu Snøhetta sem hefur verið að gera ótrúlega flotta hluti í gegnum árin  en rýmið var hannað með hliðsjón af sveigjanleika þar sem matreiðslumeistarar fá að njóta sín og eldhúsið er notað fyrir uppákomur. Eldhúsið er opið og matsalurinn tekur 30 manns í sæti, allt skreytt í svörtum og dökkum litum ásamt gulbrúnum kopartónum sem fanga athygli. Eins eru veggir og innréttingar í bogadregnum línum sem gerir staðinn aðeins mýkri þrátt fyrir dökkan lit. Hér er hugsað vandlega út í að gesturinn fái góða upplifun. Sérhannað hljóðkerfi er á staðnum og blómlegir skúlptúrar hanga á veggjum á bak við gler í matsalnum og lyfta stemningunni upp.

Opið eldhús er á staðnum sem tekur 30 manns í …
Opið eldhús er á staðnum sem tekur 30 manns í sæti. Mbl.is/Snøhetta
Bogadregnar línur einkenna veggi og innréttingar.
Bogadregnar línur einkenna veggi og innréttingar. Mbl.is/Snøhetta
Mbl.is/Snøhetta
Mbl.is/Snøhetta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert