Opna „smassborgara“stað á Suðurlandsbraut

Staðurinn er hugarfóstur Óskars Kristjánssonar og mun hann reka staðinn …
Staðurinn er hugarfóstur Óskars Kristjánssonar og mun hann reka staðinn ásamt syni sínum Kristjáni Óskarssyni. Ljósmynd/Aðsend

Opnaður hefur verið nýr „smassborgara“staður sem nefnist Plan B Burger og er til húsa á Suðurlandsbraut 4.

Staðurinn er hugarfóstur Óskars Kristjánssonar og mun hann reka staðinn ásamt syni sínum Kristjáni. Staðurinn er í svokölluðum „diner“-stíl, en þar verða á boðstólum smassaðir hamborgarar, kjúklingaborgarar, heimatilbúnir sjeikar og magnaðir kleinuhringir svo fátt eitt sé nefnt.

Óskar er enginn nýgræðingur í hamborgaragerð en hann rak meðal annars hinn geysivinsæla hamborgarastað Murphy's í Danmörku sem naut mikilla vinsælda þar í landi.

Núna síðast stofnaði hann hamborgarastaðinn Smass á Ægisíðu 123 ásamt Guðmundi Óskari Pálssyni, en Óskar ákvað að róa á önnur mið þar sem hann gæti fullkomnað sínar hugmyndir um besta smassborgarann í bænum.

Hugmyndafræði Óskars í rekstrinum er einföld; einfaldur matseðill, topphráefni og gott verð.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is