Býr til skartgripi úr brjóstamjólk

Heather ákvað að nýta alla þá umfram brjóstamjólk sem hún …
Heather ákvað að nýta alla þá umfram brjóstamjólk sem hún framleiddi til að prófa sig áfram í að búa til skartgripi. Mbl.is/Instagram_ logangreybreastmilkjewelry

Tveggja barna móðir sem gat ekki haft barnið sitt á brjósti eftir áfallamikla fæðingu hefur ákveðið að gera lífsreynsluna jákvæða með því að hanna skartgripi úr brjóstamjólk.

Heather Timberlake greindist bæði með meðgöngueitrun sem og HELLP-heilkenni – sjaldgæfa röskun í lifur og blóðstorknun sem getur haft alvarleg áhrif á þungaðar konur. Heather var mjög illa haldin eftir fæðinguna og átti erfitt með að framleiða mjólk handa nýfædda barninu sínu, sem í dag er þriggja ára. En hún hefur eignast annað barn síðan þá, sem gekk vonum framar – meðgangan, fæðingin og brjóstagjöfin.

Heather ákvað að nýta alla þá umframmjólk sem hún framleiddi til að prófa sig áfram í að búa til skartgripi. Í dag eru hún í fullu starfi við að búa til skart úr brjóstamjólk undir vörumerkinu Logan Gray Jewellry – og er markhópurinn mæður víðsvegar um heiminn. Hún notar ekki sína eigin mjólk í framleiðsluna, því það eru aðrar mæður sem senda henni sína mjólk og Heather býr til persónulegt skart fyrir hvern og einn. Hún hefur búið til skartgripi fyrir mæður sem glíma við krabbamein og geta ekki haft börn sín á brjósti en vilja varðveita hluta af mjólkinni á þennan hátt. Eins mæður sem hafa misst börnin sín, og móðurmjólkin er það síðasta líkamlega sem þau eiga eftir af barninu sínu. Og það var þannig sem hugmyndin kom til Heather – eftir að hún lenti í sínu áfalli í fyrri fæðingu.

Eftir umfangsmiklar rannsóknir á netinu og samtöl við skartgripahönnuði, þá býr hún til sporöskjulaga „stein“ sem passar í hringi sem hún kaupir. Hún þurrkar mjólkina og breytir í duft, blandar síðan í plastefni áður en hún hellir blöndunni í mót. Heather hannar í dag hringa, hálsmen og armbönd, en hún setti sig í samband við áhrifavalda á Youtube og Instagram og eftir það fóru hjólin að snúast. Pantanir hafa borist víða að úr heiminum sem endaði með því að Heather sagði upp fasta starfinu sínu til að anna eftirspurn. Þeir sem hafa áhuga geta skoðað nánar HÉR.

Stílhreinn hringur á hendi - þar sem „steinninn“ er búinn …
Stílhreinn hringur á hendi - þar sem „steinninn“ er búinn til úr brjóstamjólk. Mbl.is/Instagram_ logangreybreastmilkjewelry
Mbl.is/Instagram_ logangreybreastmilkjewelry
Heather ásamt eiginmanni og börnunum þeirra tveim.
Heather ásamt eiginmanni og börnunum þeirra tveim. Mbl.is/PA Real Life/Cayton Photo and Film
mbl.is