Vikumatseðill Andreu Magnúsar

Andrea fatahönnuður hefur opnað gullfallega skóbúð sem á engan sinn …
Andrea fatahönnuður hefur opnað gullfallega skóbúð sem á engan sinn líka. mbl.is/Aldís Pálsdóttir

Andrea Magnúsdóttir opnaði sína aðra verslun um helgina – glæsilega skóbúð fyrir allar konur landsins. Hún velur vikumatseðilinn fyrir okkur að þessu sinni sem er vægast sagt girnilegur. 

Andrea er fatahönnuður að mennt og hefur rekið verslunina AndreA um árabil í Hafnarfirði, þar sem hún selur eigin hönnun í bland við önnur merki. Síðastliðinn föstudag opnaði hún nýja verslun, eða skóbúð sem er ein sú fallegasta á landinu að okkar mati – fagurbleik frá toppi til táar.

„Eftir langa daga og annasama tíma við að undirbúa opnun á skóbúðinni, og kannski aðeins of mikið take-away, þá væri þessi vikumatseðill draumur. Ég deili uppáhaldspastaréttinum með Mörtu Stewart, einfaldur og góður. Og nautasteik höfum við haft alla föstudaga í mörg ár,  hefð sem allir í fjölskyldunni elska,“ segir Andrea.

Nýju skóverslunina má finna í krúttlegu gömlu húsi sem eiginmaður Andreu og arkitektinn Óli Óla, endurhannaði að innan – að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, í næsta húsi við verslunina AndreA við höfnina.

Mánudagur:

Þriðjudagur:

Miðvikudagur:

Fimmtudagur:

Föstudagur:

Laugardagur:

Sunnudagur:

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Nýja verslunin er sykursæt! Bleik frá toppi til táar, en …
Nýja verslunin er sykursæt! Bleik frá toppi til táar, en það er eiginmaður Andreu og arkitektinn Óli Óla sem hannaði innréttingarnar. mbl.is/Aldís Pálsdóttir
mbl.is/Aldís Pálsdóttir
mbl.is