Uppáhaldspasta Mörtu Stewart

Gómsætt og girnilegt.
Gómsætt og girnilegt. mbl.is/food52
Stjónvarpsstjarnan og heimilisdrottningin Martha Stewart veit hvað hún syngur þegar kemur að mat. Þess vegna vekur alltaf athygli þegar hún mælir með einhverri ákveðinni uppskrift og þá ber að hlusta. Þessi huggulegi pasta réttur er fremur einfaldur en ákaflega bragðgóður (eins og við er að búast).

Uppáhaldspasta Mörtu Stewart

350 g linguine pasta
350 g cherry tómatar, skornir í tvennt eða fernt
1 laukur, þunnt skorinn
4 hvítlauksgeirar, þunnt skornir
1/2 tsk piparflögur
2 greinar af basil
2 msk extra virgin ólífuolía
sjávarsalt
ferskur svartur pipar
1 l vatn
nýrifinn parmesan ostur

Aðferð:

  1. Setjið pastað, tómata, lauk, hvítlauk, piparflögur, basil, olíu, 2 tsk af salti, 1/4 tsk af pipar og vatnið í stóran pott eða pönnu.

  2. Látuð suðuna koma upp og hrærið reglulega í þar til pastað er orðið al dente eða í um 9 mínútur.

  3. Saltið og piprið eftir smekk, setjið í fjórar skálar og skreytið með basil. Berið fram með ólífuolíu og parmesan osti.

mbl.is