Kampavínsdrottningin fagnaði 40 ára afmælinu

Unnur Magna

Eva María Hallgrímsdóttir, eigandi Sætra synda og Kampavínskaffihússins, fagnaði 40 ára afmæli sínu en þeir sem þekkja til Evu vita að uppáhaldsdrykkurinn hennar er kampavín.

Því má segja að afmælisgjöfin hafi verið einstaklega vel valin og viðeigandi en hún fékk sérmerkta Moet-flösku – fallega bleika sem á stóð EVA MARIA.

Eva var að vonum hæstánægð með flöskuna og fannst hún sérlega viðeigandi en hún hyggst fagna afmælinu með pompi og prakt um leið og aðstæður í þjóðfélaginu leyfa.

Matarvefur mbl óskar Evu hjartanlega til hamingju með afmælið!

Eva Maria með flöskuna góðu.
Eva Maria með flöskuna góðu.
mbl.is