Græjan sem allir gourmet-naggar verða að eignast

Haldið ykkur fast því sumargræjan í ár er nokkuð augljóslega þessi ísvél sem er formlega það svalasta sem sést hefur lengi.

Flestar ísvélar eru bara í því að búa til ís en þessi er eins og við eigum að venjast úr betri ísbúðum og hægt er að fá ísinn beint í form.

Að auki eru sérstök hólf fyrir alls kyns nammi og statíf fyrir brauðform.

Græjan er þar að auki á útsölu á Amazon en hafið í huga að hún er gerð fyrir 120 volta rafmagn og því þarf hún spennubreyti.

Hægt er að skoða græjuna nánar HÉR.

mbl.is