Flottasti ísréttur sem sést hefur hér á landi?

Við Íslendingar elskum fátt heitar en ís og súkkulaðigúrúin hjá Omnom hafa verið dugleg að búa til ævintýralega ísrétti sem landsmenn hafa gætt sér á með mikilli gleði.

Nýjasti ísrétturinn er mögulega sá flottasti sem við höfum séð lengi og heitir því viðeigandi nafni Panda – enda er hann alveg eins og panda.

Að sögn súkkulaðimeistara Omnom var litapallettan í réttinum það einföld að það var bara eitt dýr sem kom til greina og gat borið þetta á herðum sér. Pandan varð fyrir valinu og útkoman er æðisleg.

Pandan er búin til úr:

  • Súkkulaðikexkrömbli
  • Hvít súkkulaði-vanillusósu
  • Ferskum mjúkís

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is