Tiltektarráðið sem sérfræðingarnir elska

mbl.is/iStockphoto

Til að ná skipulagi á heimilinu er nauðsynlegt að halda draslinu í skefjum. Eitt öruggasta skrefið til þess  að sögn sérfræðinganna  er að hafa gott skipulag á tiltektinni og taka aðeins til í einu herbergi í einu.

Fyrir því eru sjálfsagt nokkrar ástæður en það virðist rökrétt. Alveg eins og drasl smitar út frá sér gerir hreinlæti það líka og með eitt hreint herbergi í húsinu eru líkur á að fleiri herbergi verði hrein.

mbl.is