Kannt þú að láta kjötið meyrna?

Colourbox

Kjöt sem hefur fengið að meyrna, það er hanga eða standa, er eins og nafnið gefur til kynna meyrara en nýskorið. Með því að hanga við réttar aðstæður, við um það bil 4°C hita og lítinn raka, næst að virkja ensímin í kjötinu sem hefja þá niðurbrot á vöðvunum.

Aðstæðurnar halda hins vegar myglu í skefjum og þannig næst fallegur rauður og lungamjúkur vöðvi. Þegar kjöt er keypt í vönduðu kjötborði má yfirleitt ganga út frá því að um svokallað fullmeyrnað kjöt sé að ræða en það er kjöt sem hefur fengið að meyrna eins og hægt er. 

Hins vegar, þegar keypt er nautakjöt frá óvandaðri framleiðendum eða þegar keypt er frosið kjöt, þá er sjaldnast um meyrnað kjöt að ræða og því er gott að kaupa slíkt nokkrum dögum áður en eldun á sér stað og leyfa því að standa í ísskápnum.

Þannig nær kjötið að meyrna fyrir eldun. Áður en kjötið er eldað er gott að taka það úr ísskápnum með góðum fyrirvara og leyfa því að ná stofuhita. Þetta á jafnt við, burtséð frá uppruna.

Ef steikin býður upp á það er gott að banka hana nokkrum sinnum duglega með kjöthamri, kökukefli eða bara hnefanum en það eykur enn á mýkt kjötsins.

Heimild: Matviss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert