Bakaðir camembert-ostateningar

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér er á ferðinni einfaldur og góður ostaréttur þar sem kryddostur með camembert er í aðalhlutverki. Frábær réttur í veisluna, saumaklúbbinn eða afmælið. Höfundur uppskriftar er engin önnur en Berglind Hreiðars á Gotteri.is

Bakaðir camembert-ostateningar

  • 11⁄2 stk. kryddostur með camembert
  • 2 msk. hlynsíróp
  • 2 msk. púðursykur
  • 50 g pekanhnetur
  • 1 stk. pera
  • 1⁄2 tsk. salt
  • smá pipar

Aðferð:

  1. Skerið ostinn og peruna niður í teninga og grófsaxið pekanhneturnar.
  2. Setjið sykur og síróp saman í pott og hitið við vægan hita þar til sykurinn leysist upp, bætið þá perum, pekanhnetum, salti og pipar í pottinn og leyfið að malla við vægan hita í um 5 mínútur.
  3. Setjið ostateninga í lítið eldfast mót á víxl við pekanhnetublönduna og bakið í 190°C heitum ofni í 12-15 mínútur.
  4. Berið fram með ristuðu baguettebrauði og skreytið með timían sé þess óskað.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert