Keyptu veitingastað á Tenerife og selja Hraunborgir

Athafnahjónin Drífa Björk Linnet og Haraldur Logi hafa mörg spennandi járn í eldinum. Þau reka heildsölu bæði hér á landi og á Kanaríeyjum. Þau reka veitingastað á Tenerife og síðast en ekki síst eiga þau ferðamannaparadísina Hraunborgir sem nú er til sölu.

Að sögn Drífu Bjarkar er ákvörðunin um að selja Hraunborgir tregablandin. „Við höfum bara eiginlega ekki tíma fyrir þetta lengur. Börnin okkar eru í skóla úti á Spáni og þar er reksturinn okkar orðinn það viðamikill að við höfum eiginlega ekki tíma fyrir þetta lengur."

Hraunborgir eru draumastaður í huga margra og að sögn Drífu er um að ræða skemmtilegustu vinnu í heimi. Frá því að auglýsingin var sett inn á Facebook hefur fyrirspurnum rignt yfir þau hjónin en ekki verið gengið frá neinu þannig að enn er tími fyrir áhugasama.

HRAUNBORGIR

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert