Pannan sem er að trylla mannskapinn

Pannan sem getur allt!
Pannan sem getur allt! Mbl.is/OurPlace

Já gott fólk, til er sú panna sem fólk er hreinlega að missa sig yfir á helstu samfélagsmiðlum og er orðin skyldueign í eldhúsið ef marka má helstu netverja.

Það er í alvörunni hægt að tryllast yfir eldhúsáhaldi sem þessu, en þeir sem fylgjast með helstu matgæðingum vita að þessi græja er æðisleg. The Always Pan er frá eldhúsbúnaðarmerkinu Our Place og er notuð af helstu áhrifavöldum á samfélagsmiðlum sem lofsama pönnuna út í eitt. Pannan hefur verið kölluð „töfrandi“ og „kraftaverk“, þar sem hún þjónar margs konar hlutverki í einni vöru.

Pannan býr yfir þeim eiginleikum að geta gufusoðið, djúpsteikt og henni fylgir einnig spaði og skeið – og þar fyrir utan má skella pönnunni inn í ofn, sem fullkomnar alla eiginleika. Þeir sem vilja skoða pönnuna nánar geta gert það HÉR, en gripurinn er fáanlegur í mörgum fallegum litum sem fagurkerar munu elska.

Mbl.is/OurPlace
mbl.is