Var ráðlagt að skilja við manninn sinn út af tebolla

Te er afskaplega góður drykkur, en þarf að vera rétt …
Te er afskaplega góður drykkur, en þarf að vera rétt blandaður. mbl.is/Colourbox

Konu nokkurri, sem kýs að koma ekki fram undir nafni, var ráðlagt að skilja við manninn sinn eftir að hún deildi mynd af tebolla sem hann færði henni þar sem tebollinn leit ekki út sem skyldi, frekar eins og drykkurinn hefði verið búinn til úr kjúklingakrafti.

Konan deildi myndinni á samfélagsmiðlum og fólk lét í sér heyra! Háværu raddirnar héldu því fram að teið liti út eins og súpa eða kjúklingakraftur þar sem vökvinn í bollanum var með froðu um kantana. Sjálf sagðist konan syrgja tepokann sem fór í þetta svokalla brugg – en fleiri þúsund manns sáu „story-ið“ hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Einhver spurði hvort maðurinn hennar væri orðinn leiður á lífinu og aðrir veltu fyrir sér hvort hann hefði notað gamlan tepoka. Enn fleiri voru á því að hún ætti að skilja við manninn – samstundis. Við erum þó á því að hún þurfi að gefa manninum aukaséns í eldhúsinu og þakka fyrir viðleitni.

Tebollinn sem hefur valdið miklum usla.
Tebollinn sem hefur valdið miklum usla. Mbl.is/Reddit
mbl.is