Ilmvatnið sem heimilið þitt elskar

Hreint og vel ilmandi heimili er það sem flest okkar …
Hreint og vel ilmandi heimili er það sem flest okkar sækjast eftir. Mbl.is/Pinterest_afloral.com

Það fyrsta sem tekur á móti manni er við göngum inn á heimilið er ilmurinn, eða lyktin. Hér gæti verið um sterka matarlykt að ræða, þungt loft eða annað sem við værum alveg til í að skipta út fyrir góða angan.

Til þess að færa góðan ilm inn á heimilið, hefur oft verið rætt um að henda köku í ofninn – en við erum hér með blöndu sem fær heimili þitt til að anga eins og fínustu húsbúnaðarverslanir þar ytra.

Ilmvatnið sem heimilið þitt elskar

  • 2 bollar vatn
  • 4 sítrónusneiðar
  • 4 rósmaríngreinar
  • 1 msk. vanilludropar
  • Hitið vatnið með hráefnunum og látið sjóða.
  • Slökkvið undir og látið pottinn standa á hellunni, eða gangið varlega með hann um húsið. Og njótið heimilisins og hinnar góðu anganar.
mbl.is