Heimabökuð skinkuhorn eru fullkomin í nesti

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Það er Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlur og smjör sem á heiðurinn að þessari uppskrift. Hún segir að sér finnist best að baka hornin, leyfa þeim að kólna lítillega og setja þau beint í frystinn ef ekki á að borða þau strax. Það er eitthvað svo gott að eiga skinkuhorn í frystinum og taka út og setja í nokkrar mínútur í ofninn áður en þau eru borin fram.

Skinkuhorn

Deig- 32 stk

 • 400 ml mjólk

 • 12 g þurrger (1 pk / 2-3 tsk.)
 • 
1 msk. sykur

 • 100 ml olía
 • 
1 tsk. salt
 • 
660 g hveiti (Blár Kornax)

Aðferð:

 1. Hitið mjólkina þangað til hún er ylvolg, í örbylgjuofni eða potti. Setjið í hrærivélina og bætið þurrgerinu saman við, hrærið létt saman. Leyfið því að standa örlítið meðan þið takið hin hráefnin saman. Bætið þá restinni af hráefnunum saman við og hrærið með krók á lágri stillingu í 3-4 mín.
 2. Takið deigið sem hefur fest við krókinn af og takið deigið í hendurnar á ykkur og hnoðið í kúlu. Setið deigið aftur í skálina og rakt viskastykki yfir.
 3. Leyfið deiginu að hvíla í minnst klst.

Fylling

 • 200 g skinka

 • 250 g (1 pk) smurostur með sveppum
 • Skerið skinkuna niður í ferninga og blandið saman við smurostinn.

Aðferð

 1. Takið deigið og setjið á hveitistráð borð og skiptið því upp í fjóra hluta. Takið fyrsta hlutann og fletjið út, reynið að fletja það út í hring eftir bestu getu. Gott er að fletja það vel út eða um 5 mm á þykkt u.þ.b. Skerið síðan deigið eins og pizzu í átta einingar.
 2. Setjið u.þ.b. eina teskeið af fyllingu á hvern þríhyrninn og setjið á breiðari endann. Gott að setja smá rifinn ost til að gera extra djúsí.
 3. Til að rúlla þeim upp, tosið aðeins í hornin sitthvoru megin við fyllinguna, lokið fyllinguna inni með deiginu og rúllið upp. Tosið í mjóa endann til að fá brotið í þeim til að enda undir horninu.
 4. Leggið hornin á bökunarpappír og látið mjóa endann snúa niður og hafið gott bil á milli þeirra. Passið að fyllingin sé lokuð inni í deiginu svo hún renni ekki út um allt þegar þau fara inn í ofn. Leyfið þeim að hefast í 20-30 mín.
 5. Endurtakið með hina þrjá hluta af deiginu.
 6. Kveikið á ofninum og stillið á 200°c, blástur. Takið eitt egg og hrærið létt saman með gaffli, penslið yfir hornin til að fá fallega áferð á þau.
 7. Bakið hornin í 10 mín eða þangað til þau eru orðin gullinbrún.
mbl.is