Auðveldasta fiski-taco allra tíma

Ofsalega ljúffengt fiskitaco frá Hildi Rut.
Ofsalega ljúffengt fiskitaco frá Hildi Rut. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ofsalega girnilegt fiskitacos úr smiðju Hildar Rutar, sem notast við fiskistangir úr glænýjum þorski og raspi.

„Stangirnar eru foreldaðar en einnig frystivara og er því mjög þægilegt að eiga þær til í frystinum. Tacoið inniheldur einnig tómata, gúrku, avókadó, salat, kínakál, vorlauk og einfalt spæsí majó með japönsku majónesi og vá hvað þetta er allt saman gott. Þetta er mjög barnvænn réttur en börnin mín velja það grænmeti sem þeim finnst best", segir Hildur Rut.

Einfalda útgáfan af fiskitacos

Uppskrift gerir þrjú taco

  • 3 stk fiskistangir frá Grími kokki
  • 3 stk litlar tortillur
  • 3 stk cheddar sneiðar (ég kaupi mjúkar sem eru erlendar en þær eru til í flestum matvöruverslunum)
  • Kínakál eftir smekk
  • Blaðsalat eftir smekk
  • 1 tómatur
  • ½ dl gúrka, smátt skorin
  • ½ avókadó
  • 1 lime
  • Vorlaukur eftir smekk
  • Kóríander eftir smekk

Spæsí majónes

  • 1 dl japanskt majónes
  • 1-2 tsk. chili mauk úr krukku (smakkið ykkur til ef að þið viljið ekki hafa þetta of sterkt)

Aðferð:

  1. Bakið fiskistangirnar í 12-15 mínútur við 185°C.
  2. Á meðan er gott að undirbúa meðlætið. Skerið kínakál og blaðsalat í litla strimla.
  3. Skerið tómata, gúrku og avókadó í litla bita. Blandið saman í skál en einnig er líka hægt að hafa þetta allt í sitthvoru lagi. Skerið lime í báta og kreystið úr einum bátnum yfir avókadóið eða blönduna.
  4. Hærið saman í sósuna majónesi og chili mauki.
  5. Dreifið cheddar ostinum á tortillurnar og bakið í 2-3 mínútur eða þar til þær eru aðeins stökkar og osturinn er bráðnaður.
  6. Fyllið tortillurnar með kínakáli, salati, tómötum, gúrku, avókadói, fiskistöng og sósu og toppið með smátt söxuðum vorlauk, kóríander og kreystið safa úr lime yfir.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert