Uppáhalds veitingastaður Doritos unnenda

Doritos veitingastaður hefur opnað í London.
Doritos veitingastaður hefur opnað í London. Mbl.is/Doritos

Þeir sem elska hið auðmjúka Doritos, ættu að staldra við og kynna sér nýjan veitingastað sem býður eingöngu upp á uppáhalds flögurnar þínar. „Doritos Diner“ er nýr skyndibitastaður í Bretlandi og hefur opnað dyrnar á þremur stöðum víðsvegar um London.

Hvort sem þú heillast af bláu pokunum þeirra, eða þeim gulu með ostabragðinu – þá er eitthvað fyrir alla hér að finna. Kjúklingaborgarar með Doritos mulningi eða BBQ vængir með stökkri snakkhúð, allt sem þú óskar þér og meira til. Og til að toppa sig, þá hafa þeir útbúið sérstakan matseðil með grænmetisréttum.

Hér fer þó enginn sósulaus í gegnum neina máltíð, því yfirburða mikið úrval af allskyns sósum og salsa er í boði til að bleyta upp í flögunum. Það fer alltaf að verða meiri og meiri ástæða til að skella sér á breskar slóðir og kanna þar nánar mat og drykk.

Mbl.is/Doritos
mbl.is