Borðbúnaðurinn sem vakti lukku í Kaupmannahöfn

Nýr og glæstur borðbúnaður sem kemur í takmörkuðu magni.
Nýr og glæstur borðbúnaður sem kemur í takmörkuðu magni. Mbl.is/CRD Studio

Nýr borðbúnaður sem sameinar list og virkni, vakti mikla athygli á listaviku í Kaupmannahöfn í lok september. Hér um ræðir vörur þar sem hver og einn hlutur er handgerður og einstakur.

Borðbúnaðurinn kallast „EICHU“ og er hannaður af Cathrine Raben Davidsen sem stendur á bak við CRD Studio. Allar vörurnar eru handmálaðar og gljáðar af listakonunni sjálfri, en hér um ræðir mikið safn af einstökum bollum, skálum, diskum, bökkum og hliðardiskum. Raben Davidsen sótti innblástur sinn í japanska menningarsögu á meðan nafnið „EICHU“ er vísun til búddamúnksins Eichū sem kom með te til Japans frá Kína á níundu öld.

Upphaflega var borðbúnaðurinn hannaður sérstaklega fyrir nýtt hús sem Raben Davidsen er að byggja með eiginmanni sínum í Svíþjóð, en hún ákvað að búa til takmarkað magn sem komið er í sölu fyrir almenning. Þeir sem vilja kynna sér vörurnar nánar, geta nálgast upplýsingar hjá TABLEAU.

Hver einasti hlutur er handgerður og málaður af listakonunni sjálfri.
Hver einasti hlutur er handgerður og málaður af listakonunni sjálfri. Mbl.is/CRD Studio
Mbl.is/CRD Studio
Mbl.is/CRD Studio
Mbl.is/CRD Studio
Mbl.is/CRD Studio
Mbl.is/CRD Studio
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert