Ráðlagði Meghan að gefa barninu áfengi

Meghan Markle.
Meghan Markle. AFP

Meghan Markle var gestur í þætti hjá Ellen DeGeneres nú á dögunum, þar sem Ellen gaf Meghan góð ráð varðandi dóttur hennar Lilibet Díönu eins og henni einni er lagið

Hertogaynjan var óvæntur gestur í spjallþætti Ellenar þar sem hún sagði meðal annars frá því að dóttir hennar, Lilibet Diana eða Lili, eins og hún er kölluð, væri að taka tennur.

Því freistaði hún þess að lina sársaukann sem því fylgdi með öllum ráðum. Ellen var að vonum hjálpsöm og stakk upp á því að gefa stúlkunni tekíla sem sagt sé afar verkjastillandi. 

Þetta þótti Meghan fremur fyndið eins og gefur að skilja, enda er Ellen ein sú fyndnasta sem fyrir er. Ellen bætti því svo reyndar við að það væri kannski öllum til heilla að hún ætti engin börn sjálf. 

Mbl.is/The Ellen Show
Mbl.is/The Ellen Show
mbl.is