Michael Bublé kynnir nýtt sódavatn

Stórsöngvarinn Michael Bublé, hefur í mörgu að snúast, og kynnir …
Stórsöngvarinn Michael Bublé, hefur í mörgu að snúast, og kynnir nú nýtt sódavatn. mbl.is/RICHARD DOBSON/NEWSPIX

Söngvarinn og sjarmörinn, Michael Bublé, hefur gefið út nýtt sódavatn sem ber nafnið „Merry Berry Bublé“. Hér um ræðir hátíðardrykk með hindberjum, brómberjum og jarðarberjum – eða frískandi vatn með búbblum.

Grammy verðlaunahafinn hefur ekki bara selt yfir 75 milljónir plötur á heimsvísu, heldur framleiðir hann nú líka sódavatn í samstarfi við Pepsi. Dósin er fagurlega skreytt og minnir helst á prjónaða jólapeysu með festlegum myndum sem gleðja augað. Það væri afskaplega gaman að komast yfir eina svona dós og fá að smakka.

Einstaklega flott og skemmtileg hönnun á dósinni.
Einstaklega flott og skemmtileg hönnun á dósinni. mbl.is/Bublé
mbl.is/Bublé
mbl.is