Heiðarlegasta jólahlaðborð landsins?

Það er ekki töluð vitleysan á veitingastaðnum Kænunni í Hafnarfirði. Þar koma saman í hverju hádegi unnendur strangheiðarlegrar heimilismatargerðar. Í gær var þar þó sannkölluð hátíðarstemning.

Oddsteinn Gíslason, matreiðslumeistari og eigandi Kænunnar, blés í gær til jólahlaðborðs þar sem Bjartmar Guðlaugsson og Þorgeir Ástvaldsson spiluðu fyrir gesti, á meðan þeir gæddu sér á dýrindis jólamat. 

Bjartmar Gunnlaugsson syngur og spilar á gítar en Þorgeir Ástvaldsson …
Bjartmar Gunnlaugsson syngur og spilar á gítar en Þorgeir Ástvaldsson spilar á harmonikku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jólin eru enda hátíð á Kænunni eins og hlaðborðið í gær er til vitnis um. Hátíðleikinn nær þó hámarki á Þorláksmessu á ári hverju þegar hóað er í stærðarinnar skötuveislu. Engin breyting verður þar á þetta árið. Búist er við fleiri hundruð gestum yfir daginn, sem væri til jafns við það sem þekkst hefur undanfarin ár.

Þeir Bjartmar og Þorgeir voru mitt í sínu lagaspili þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í gær. Ekki var annað að sjá á gestum og gangandi að þeir hafi hitt beint í mark. 

Við leyfum myndunum frá þessu strangheiðarlega jólahlaðborði að tala sínu máli.

Hvað skal það vera, purusteik, hangikjöt eða hamborgarhryggur? Oddsteinn Gíslason, …
Hvað skal það vera, purusteik, hangikjöt eða hamborgarhryggur? Oddsteinn Gíslason, matreiðslumeistari og eigandi Kænunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Veisluborðið á Kænunni stendur undir nafni, enda er borðið sjálft …
Veisluborðið á Kænunni stendur undir nafni, enda er borðið sjálft kæna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rífandi stemning á fremsta bekk!
Rífandi stemning á fremsta bekk! mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is