Þekktur hönnuður opnar veitingastað í Köben

Hér var eitt sinn bílaplan og nú reisuleg bygging og …
Hér var eitt sinn bílaplan og nú reisuleg bygging og bráðum veitingahús. mbl.is/Hampus Berntson

Nýr og spennandi veitingastaður opnar í Kaupmannahöfn í mars á næsta ári – en á bak við staðinn standa stór nöfn.

Þar sem eitt sinn var bílastæði er að rísa hinn flottasti veitingastaður í hjarta Kaupmannahafnar. Það er enginn annar en hönnuðurinn Johannes Torpe sem stendur fyrir nýja staðnum í samstarfi við Jesper Boelskipte – forstjóra Copenhagen Concepts sem er vel þekktur fyrir veitingastaðina Le Sommelier, MASH og Umami. Og Peter Trauboth, betur þekktur sem andlitið á bak við Alchemist og Geranium – allt einstaklega flottir veitingastaðir sem flestir matgæðingar ættu að hafa heyrt eitthvað um.

Nýji staðurinn mun sameina hönnun og matargerðarlist sem á að örva skilningarvitin. Eldhúsið mun töfra fram ítalska og japanska rétti sem verða bornir fram innan um danska hönnun. Samspil matarinns og rýmisins mun síðan skapa þessa heildrænu upplifun sem þeir félagar sækjast eftir og verður spennandi að sjá lokaútkomuna. Nafn staðirins verður tilkynnt von bráðar en stefnan er tekin á að opna í mars 2022.

Johannes Torpe hannar vörur undir eigin nafni.
Johannes Torpe hannar vörur undir eigin nafni. mbl.is/
mbl.is/Hampus Berntson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert