Geggjaðar sykurlausar orkukúlur

Ljósmynd/Linda Ben

Einfaldar og afar bragðgóðar kúlur hér á ferðinni frá Lindu Ben.

Einfaldar bananaorkukúlur

  • 140 g banani
  • 40 g hnetusmjör frá Muna
  • 1 tsk vanilludropar
  • ½ tsk kanill ceylon frá Muna
  • 120 g haframjöl frá Muna
  • 100 g dökkt súkkulaði (má sleppa)

Aðferð:

  1. Stappið bananann í skál og bætið svo öllum öðrum innihaldsefnum í skálina og blandið vel saman.
  2. Myndið kúlur úr deiginu (ca 16 stk.) og setjið í frystinn í 1-2 klst.
  3. Ef þið viljið hjúpa kúlurnar með súkkulaði, þá bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hjúpið þær, látið standa þar til súkkulaðið stirðnar.
  4. Geymið í loftþéttum umbúðum inni í ísskáp.
Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert