Stórkostleg notkun á kaffifilter

mbl.is/Cafec

Kaffifiltera má nota til ýmissa verka á heimilinu, og þá ekki bara til að hella upp á kaffi – því filterinn getur svo miklu meira sem þig óraði ekki fyrir.

Svona geturðu notað kaffifilter á ýmsa vegu:

  • Hafi korkur fallið í vínflöskuna, þá hellir þú víninu í gegnum kaffifilter til að sía korkinn frá og þá án þess að eyðileggja bragðið af víninu.
  • Kaffifilter er frábær til að leggja ofan á mat sem þú setur inn í örbylgjuofn, til að hann slettist ekki út um allt þegar hann hitnar.
  • Notaðu kaffifilter til að hreinsa af þér naglalakkið því filterinn dregur vel í sig raka og skilur ekkert eftir eins og bómullin á til að gera.
  • Fjarlægðu lykt með því að setja matarsóda í kaffifilter og settu band til að loka pokanum. Leggðu pokann í skó, ísskáp eða á þann stað þar sem þú vilt lyktina á bak og burt.
  • Þú getur pússað gleraugun þín með kaffifilter án þess að þau rispist ef klútur er ekki nálægt.
  • Forðastu að rispa pönnurnar þínar og settu kaffifilter á milli þegar þú staflar þeim saman inn í skáp.
  • Kaffifilter er fullkominn til að pússa burstað stál – þú ættir að prófa!
  • Þú getur líka notað kaffifilter til að bera fram mat sem er örlítið fitugur, eins og franskar, búrrító eða poppkorn.
  • Settu filter utan um sellerístilka og geymdu inni í ísskáp, og þeir munu haldast stökkir lengi.
mbl.is