Hannaði sturlaðan sófa fyrir IKEA

Brauðbollusófi er væntanlegur frá Ikea.
Brauðbollusófi er væntanlegur frá Ikea. Mbl.is/©Tommy Cash

Þessi mjúki sófi mun fara í framleiðslu ef hann nær 10 þúsund kommentum undir færslu á Instagram. Við erum að tala um sófa sem lítur út eins og hann sé byggður úr pylsubrauðum.

Eistneski rapparinn Tommy Cash, sem einnig er þekktur fyrir samstarf sitt meðal annars við Adidas og Maison Margiele, hefur ásamt listamanninum Gab Bois búið til umræddan sófa fyrir Ikea. Sófinn er eins og brauðbolla í útliti og kallast LOAFA - en sófinn hefur skýrar tilvísanir í Camaleonda sófann sem ítalski hönnuðurinn Mario Bellini gerði frægan á sjöunda áratug síðustu aldar. LOAFA verður þó örlítið ódýrari en ítalska mublan sem má sjá víða á heimilum áhrifavalda.

Tommy Cash hefur lýst því yfir á Instagram síðu sinni, að sófinn verði tekinn í framleiðslu ef tíuþúsund athugasemdir berist undir færsluna han. Og þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 12 þúsund ummæli borist – svo nú bíðum við eftir fréttum frá Ikea þegar þeir tilkynna að brauðbollusófinn sé væntanlegur í næsta vöruhús.

Frétt Designboom um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert