Laust pláss í Mathöll Höfða

Mathöll Höfða nýtur mikilla vinsælda, enda fjölbreyttir staðir á besta …
Mathöll Höfða nýtur mikilla vinsælda, enda fjölbreyttir staðir á besta stað í bænum. Mbl.is/Arnþór Birkisson

Marga dreymir um að reka veitingastað og eru mathallir sérlega vænlegur kostur fyrir nýgræðinga þar sem samlegðaráhrifin eru mikil þegar margir veitingastaðir koma saman.

Nú er laust pláss í Mathöll Höfða og er þar sérstaklega verið að hugsa um kaffi, smárétti og eftirrétti. Ekki spillir fyrir ef veitingarnar eru bakaðar á staðnum, og bætist þannig verulega við annars áhugaverða flóru mathallarinnar. Ekki þykir verra ef um er að ræða eitthvað algjörlega nýtt af nálinni.

Áhugasamir geta sent inn umsókn á mathollhofda@mathollhofda.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »