Gísli Matthías opnar nýjan veitingastað

Gísli Matthías Auðunsson.
Gísli Matthías Auðunsson. Kristinn Magnússon

Matreiðslumaðurinn Gísli Matthias Auðunsson sem almennt er kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Skál í Reykjavík, opnar nýjan veitingastað á næstu dögum.

Staðurinn heitir hinu notalega nafni Næs og er staðsettur í Eyjum. Að sögn Gísla er Næs systurstaður Slippsins og býður upp á næst mat og næs vín þar sem áhersla er lögð á náttúruvín. Einnig verða næs kokteilar og bjórar.

Til að byrja með verður einungis opið á kvöldin frá miðvikudögum til sunnudags en með hækkandi sól mun opnunartíminn breytast.

Staðurinn mun bjóða upp á gott úrval af smáréttum auk vel valinna stærri rétta. Hugmyndin sé að breyta matseðlinum ört eftir því hvernig vindarnir blása.

Staðurinn opnar formlega 9. febrúar.

Heimasíðu staðarins er hægt að nálgast HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert