Selst upp í hverri viku

Nýji Royal búðingurinn er rifinn úr hillum verslana þessa dagana.
Nýji Royal búðingurinn er rifinn úr hillum verslana þessa dagana. Kristinn Magnússon

Það er ekkert launungarmál að ansi margir fóru á hliðina þegar nýi Royal-búðingurinn kom í verslanir. Búðingurinn er gerður í samstarfi við Nóa Síríus og er með Eitt sett-bragði, sem er mögulega vinsælasta súkkulaði landsins. Það skyldi því engan undra að viðtökurnar hafi verið framar björtustu vonun en að sögn forsvarsmanna Royal hafa sölumenn ekki haft undan að fylla á búðinginn sem hafi selst upp í hverri viku og stefnir óðum í sölumet. Sérstaklega séu menn þar á bæ ánægðir með samstarfið við Nóa Síríus, segir í svari við fyrirspurn mbl.is.

Jafnframt er landsmönnum lofað að nóg verði til fyrir bolludag og því þarf ekki að hamstra.

Nýi búðingurinn sé fullkomin fylling í bollur og einstaklega góður með flestu enda smellpassa súkkulaði og lakkrís alltaf saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert