Vinsælasti kartöfluréttur heims

Blunt og Garten.
Blunt og Garten. Ljósmynd/Food Network

Hér þarf ekki að setja spurningarmerki því við erum sannfærð um að þetta er rétt. Þessi uppskrift er heimsfræg og reyndar gott betur því þegar hún fór á netið hrundi heil vefsíða en aldrei áður í sögu internetsins hefur heimasíða hrunið út af kartöfluuppskrift.

Forsaga málsins er sú að Emily Blunt eldaði téðan kartöflurétt þegar hún var gestur í þætti Inu Garten á Food Network í Bandaríkjunum. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Garten goðsögn þar í landi og þjóðin eldar það sem hún mælir með. Garten varð yfir sig hrifin af kartöflunum sem skutu reglulega upp kollinum í þættinum í framhaldinu.

Þegar Garten setti uppskriftina á heimasíðuna sína hrundi hún.

Jennifer Garner er ein þeirra sem elskar uppskriftina og segist gera hana allavega einu sinni í viku.

Uppskriftin er ekki flókin. Einungis fjögur hráefni: kartöflur, grænmetisolía, gott salt og söxuð steinselja.

Skerið kartöflunar niður í stóra teninga (u.þ.b. 4-5 sm í þvermál).

Saltið vatn og látið suðuna koma upp. Sjóðið kartöflurnar í átta mínútur. Þegar búið er að hella vatninu af skal hrista pottinn vel til kartöflurnar verði ekki jafn kantaðar.

Hitið ofninn í 220 gráður. Setjið olíu í ofnskúffu og hitið inn í ofni í 7-8 mínútur eða þar til farið er að rjúka úr skúffunni. Takið kartöflubitana upp úr pottinum og setjið í ofnskúffuna. Lækkið hitann í 180 gráður og bakið í 45-60 mínútur. Snúið reglulega og fylgist með.

Þegar kartöflurnar eru tilbúnar skal salta þær vel og sáldra söxuðu steinseljunni yfir.

Heimild: Barefood Contessa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert