Á borðstofan að vera opin eða lokuð?

Ert þú með opið á milli eldhúss og borðstofu?
Ert þú með opið á milli eldhúss og borðstofu? mbl.is/Nuura

Ef þú ert í hugleiðingum með að opna rýmið frá eldhúsi yfir í borðstofu, þá mun þetta eflaust hjálpa til við að taka ákvörðun.

  • Með því að opna frá eldhúsi yfir í borðstofu, en láta stofuna eftir sitja – þá hefur þú meiri möguleika á að skipta um „umhverfi“, og eða loka á óreiðuna í eldhúsinu og slaka á í sófanum með fjölskyldunni eða gestum eftir matarboð.
  • Ertu kannski með möguleika á að raða upp rýmunum í „L-laga“ form, til að staðsetja eldhús og stofu í sitthvorn endann? Þá er auðveldara að draga sig til hlés, en samt vera með ákveðna yfirsýn í hin rýmin.
  • Ein lausn gæti verið sú að hafa rýmin aðskilin, en setja upp rennihurðar sem auðvelt er að opna og loka eftir þörfum. Það er ekki bara praktískt, heldur líka mjög smart – því hurðarnar geta þess vegna verið úr gleri sem hleypa þá birtu betur í gegn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert