Svona gerir þú salami-rós á ostabakkann

Þær líta út eins og listaverk enda eru þær það svo sannarlega. Við erum að tala um hinar svokölluðu salamirósir sem eru þvílíkt að trenda þessa dagana. Rósirnar virðast afar flóknar en eru í raun alveg merkilega einfaldar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Við getum verið sammála um að ein góð salamirós tekur ostabakkann upp á næsta stig svo að þetta er klárlega eitthvað sem þið verðið að prófa.

mbl.is