Splunkunýr Hvellur með piparfyllingu kominn í verslanir

Nú er kominn nýr Tromphvellur og að þessu sinni er hann með piparfyllingu, sem ætti að æra piparsjúkan landann.

„Hvellurinn hlaut svo góðar viðtökur að við fórum strax að velta fyrir okkur nýrri útgáfu af honum,“ segir Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus. „Við erum mjög stolt af nýja Hvellinum sem er fullkomin blanda af sterku, sætu og stökku krispi,“ bætir Alda við og efast ekki um að landsmenn muni taka vel í þessa nýjung sem verður fáanleg í takmörkuðu magni.

Allt súkkulaði frá Nóa Síríus er vottað af Cocoa Horizons samtökunum. Það þýðir að kakóhráefnið er ræktað við mannúðlegar aðstæður, sem ógna ekki lífríki jarðar. Með því er fyrirtækið hluti af því verkefni að tryggja sjálfbærni í kakóræktun til framtíðar.

mbl.is