Louis Vuitton opnar veitingastað

Tískuhúsið Louis Vuitton tekur skrefið lengra og opnaði veitingastað á þjóðhátíðardegi Íslendinga, þann 17. júní sl. Á töfrandi stað á frönsku riveríunni Saint Tropez, þar sem finna má strandklúbba og iðandi næturlíf þeirra ríku og frægu.

Umgjörð veitingastaðarins er stórglæsileg og má finna á verönd hótelsins White 1921, sem staðsett er í hjarta bæjarins við Place de Lices – sem er fullur af glæsilegum verslunum, smekklegum kaffihúsum og markaði er selur allt frá baguette yfir í antíkmuni. Það er enginn annar en Michelin stjörnukokkurinn Mory Sacko, sem stendur hér við stjórnvölinn og færir gestum matseðil frá öllum heimshornum – Afríku, Japan og Frakklandi með léttum réttum og tapas. Verönd staðarins er heldur ekki af verri endanum, en þar sjáuum við muni úr Objets Nomades vörulínunni eru að finna innan um gullfalleg limgerði og gróður.

Tískurisinn Louis Vuitton opnar nýjan og glæsilegan veitingastað.
Tískurisinn Louis Vuitton opnar nýjan og glæsilegan veitingastað. mbl.is/Louis Vuitton
mbl.is/Louis Vuitton
mbl.is/Louis Vuitton
mbl.is/Louis Vuitton
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert