Sumardrykkurinn sem gerir allt betra

Glösin í þessari myndatöku eru öll úr Húsgagnahölllinni.
Glösin í þessari myndatöku eru öll úr Húsgagnahölllinni. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ef þessi sumarsangria færir okkur ekki sumarið þá veit ég ekki hvað. Ástríðuávöxturinn í bland við allt þetta sumarlega hráefni. Ég sá þessa hugmynd að sangriu hjá Plated Cravings og útfærði eftir mínu höfði og útkoman var hreint út sagt dásamleg,“ segir Berglind.

Sumarsangria

Uppskrift dugar í um 10 glös

  • 1 appelsína
  • 2 lime
  • 4 x ástríðuávöxtur
  • 300 ml ananassafi
  • 200 ml appelsínusafi
  • 500 ml sódavatn með appelsínubragði (Toppur)
  • 600 ml Muga-hvítvín

Aðferð:

  1. Skerið appelsínu og lime niður í bita. Gott að skipta hverri appelsínusneið í 6 hluta og hverju lime í 4 hluta, setjið í stóra skál.
  2. Skafið innan úr ástríðuávextinum og setjið í skálina. Hellið næst ananassafa, appelsínusafa, sódavatni og hvítvíni í skálina og hrærið saman.
  3. Fyllið glös af klökum og loks sangriu!
  4. Þá sjaldan sem sólin lætur sjá sig er
  5. nauðsynlegt að fá sér ferskan svaladrykk. Ekki spillir fyrir ef hann er svona lekker eins og þessi hér sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert