Drykkurinn sem á að auka kynhvötina

Ljósmynd/Colourbox

Til eru þær fæðutegundir sem sagðar eru örva kynhvotina og hér erum við með drykk sem sagður er gera nákvæmlega það. Það er engin önnur en Kourtney Kardashian sem birtir uppskriftina á síðu sinni Poosh en uppskriftin kemur frá jurtafræðingnum Rachelle Robinett, sem sögð er ansi flink á sínu sviði. 

Hér er notast við sveppaduft sem fæst hér á landi og svo auðvitað kakóduft. Mikilvægt er að velja vandað kakaóduft, helst lífrænt og ógurlega vandað. Það er víst lykillinn að því að keyra upp kynhvötina.

Kynörvandi kakó latte

  • 1 msk. kakóduft
  • 1/2-1 tsk. sveppaduft
  • 250 ml heitt vatan eða jurtamjólk
  • Fljótandi stevía eða hlynsíróp eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið þurrefnin í bolla.
  2. Hellið smá af vökva saman við og hrærið vel í.
  3. Setjið þá afganginn af vökvanum og hrærið sætuefninu saman við.
mbl.is