Nýtt þara-gin frá Gordon Ramsay á markað

Gordon Ramsay hefur sett nýtt gin á markað sem hann kallar því viðeigandi nafni Gordon’s Gin. Það á rætur sínar að rekja til Skotlands og inniheldur meðal annars þara.

Búast má við að ginið eigi eftir að fá góðar viðtökur eins og flest allt sem Ramsay kemur nálægt. Er Ramsay sagður hafa handvalið sjálfur þær jurtir sem notaðar eru í ginið og þar var einungis það besta fyrir valinu.

Hvort ginið kemur hingað til lands skal ósagt látið en þari er klárlega málið enda allra meina bót og áhugavert verður að smakka það í gini.

Hægt er að skoða ginið nánar HÉR. 

View this post on Instagram

A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram)

mbl.is