Tímamóta tannburstar komnir í verslanir

Af hverju að skipta út öllum tannburstanum þegar aðeins þarf að skipta út hausnum? Þetta er mögulega ein sjallasta nýjung sem við höfum séð í háa herrans tíð en Jordan kynnti á dögunum nýjan tannbursta sem er enn umhverfisvænni.

Tannburstinn er hluti af hinni margverðlaunuðu Jordan Green Clean línu og kallast Chage. Þegar tannburstinn – eða burstinn – er orðinn lélegur þarf einungis að skipta um bursta í stað þess að henda öllum tannburstanum.

Tannburstinn kemur í pakkningum með fjórum hausum og þar sem almenna reglan er að skipta um tannbursta á þriggja mánaða fresti dugar einn pakki í heilt ár.

Green Clean tannburstarnir eru úr 100% endurunnu plasti, hafa lífbrjótanleg burstahár og umbúðirnar eru úr 100% endurunnum pappa. Tannburstarnir eru fáanlegir í Krónunni.

mbl.is