Tímamóta rósavín með 9,8 í einkunn

Síðustu ár hefur orðið sprenging í eftirspurn eftir áfengislausum valkostum í verslunum, veislum og á börum. Samhliða því hefur metnaður í framleiðslu slíkra drykkja aukist mikið og nýverið fékk áfengislausi vínframleiðandinn ALT. verðlaun fyrir besta áfengislausa rósavínið með hvorki meira né minna en 9,8 í einkunn.

Stundum er sagt að áfengi sé eini vímugjafinn sem fólk þurfi að réttlæta að nota ekki. Af ólíkum ástæðum til lengri eða skemmri tíma velja sífellt fleiri að sleppa því að neyta áfengis en þar til nýverið hefur eftirspurn eftir 0% drykkjum verið lítil og tilraunir til að búa til áfengislaus vín yfirleitt endað í ódýrum vörum með takmörkuðum metnaði fyrir bragði og upplifun.

Ódýr vegna þess að þannig trúðu framleiðendur helst að slíkar vörur myndu seljast og af litlum metnaði þar sem eftirspurnin var ekki mikil og lítil umbun sem fólst í því að leggja mikið á sig við framleiðsluna.

Við lifum á breyttum tímum. Aukin eftirspurn og hefur haft þær afleiðingar að vínframleiðendur hafa prófað að búa til góð vín úr sínum bestu þrúgum og fjarlægt svo áfengið varlega með eimun eða öðrum leiðum. Eftir stendur hágæða vara sem keppir auðveldlega við áfenga valkosti í sama vöruflokki.

ALT. framleiðir vín úr fyrsta flokks þrúgum frá Suður-Spáni, Tempranillo fyrir rósavínið og Chardonnay fyrir freyðivínið. Nýverið sendi ALT. vínin til umsagnar hjá IWCS og hlaut rósavínið 98 stig af 100 og var þar að auki valið besta áfengislausa vínið.

Vínin eru frábær ein og sér og henta líka einstaklega vel með mat og í veislur. Að auki eru þau unnin úr lífrænum hráefnum, eru vegan og innihalda mun minni sykur en áfeng vín.

ALT. vínin fást meðal annars í verslunum Hagkaups og í Melabúðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert