Kartöflumeðlætið sem slær í gegn

Kartöflumeðlætið sem slær í gegn!
Kartöflumeðlætið sem slær í gegn! mbl.is/Jamie Oliver

Ef það er eitthvað sem við elskum hér á matarvefnum, þá er það meðlæti. Og þá ekki síst kartöflumeðlæti sem enginn getur staðist eins og þetta hér. Bakaðar kartöflur með klettasalati og osti sem smellpassa með helgarsteikinni.

Kartöflumeðlætið sem slær í gegn

  • 12 litlar kartöflur
  • Klettasalat
  • 150 g Gorgonzola ostur, gróflega skorinn
  • Ólífuolía
  • Svartur pipar

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 200 gráður. Nuddaðu hverja kartöflu með smá ólífuolíu og settu síðan í stórt eldfast mót. Bakið í 1 klukkustund, eða þar til kartöflurnar eru orðnar gylltar og mjúkar. Setjið til hliðar og látið kólna þar til hægt er að meðhöndla þær.
  2. Skerið bökuðu kartöflurnar í tvennt, notaðu síðan teskeið til að ausa úr miðjunni í skál – skildu eftir smá kartöflu í kringum brúnirnar svo kartöflurnar haldi lögun sinni. Maukið kartöfluna með gaffli. Saxið helminginn af klettasalatinu og bætið saman við maukuðu kartöfluna og Gorgonzola. Kryddið með pipar (Gorgonzola gefur saltið) og blandið saman. Setjið kartöflumaukið aftur í kartöfluhýðið.
  3. Setjið kartöfluhýðin á nokkrar bökunarplötur og bakið í ofni í 10 mínútur, þar til heitt í gegn og osturinn hefur bráðnað. Færið yfir á disk og toppið með afganginum af klettasalatinu og skvettu af ólífuolíu.

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert