Bjóða viðskiptavinum upp á frían Elvis

Sigurður Reynaldsson, Jóhanna Soffía Birgisdóttir, Unnur Guðríður Indriðadóttir og Eva …
Sigurður Reynaldsson, Jóhanna Soffía Birgisdóttir, Unnur Guðríður Indriðadóttir og Eva Laufey Hermannsdóttir.

Þau tíðindi berast að veitingstaðurinn Lemon hafi að opna í Hagkaup Garðabæ. Vel verður tekið á móti viðskiptavinum sem verður boðið upp á ljúffengan Elvis drykk föstudaginn 9. september í tilefni opnunarinnar.

Að auki verða vegleg opnunartilboð í gangi dagana 9.-11. september eða 50% afsláttur af 10 skipta djúskorti á Lemon.

Að sögn Evu Laufeyjar Hermannsdóttur, markaðsstjóra Hagkaups, eru spennandi tímar framundan hjá versluninni og má segja að opnun Lemon marki þau tímamót. „Hagkaup í Garðabæ er í mikilli uppbyggingu hjá okkur og innan skamms opnar glæsilegt kjötborð en Sælkerabúðin er að koma sér fyrir og við áætlun opnun hennar í Hagkaup Garðabæ og Kringlunni í lok september. Það verður því mikið að gerast hjá Hagkaup á næstunni og það er okkur mikið kappsmál að geta boðið viðskipavinum okkar framúrskarandi upplifun og þjónustu þegar þeir versla hjá okkur.”

Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon er að vonum ánægð með opnunina. „Við höfum lengi verið með augun á Garðabær, enda fengið töluverðar fyrirspurnir frá Garðbæingum um opnun Lemon í Garðabæ. Í Hagkaup í Garðabæ kemur mikið af fólki og við teljum að viðskiptavinir eigi eftir að fagna því að geta gripið með sér hollar og bragðgóðar samlokur og sólskin í glasi í verkefni dagsins.“

mbl.is