Nýjar umbúðir hitta í mark

Ljósmynd/Linda Ben

Í ár kveður við nýjan tón þar sem breytt hefur verið um umbúðir. Í staðinn fyrir glerkrukkur eru komnar endurvinnanlegar umbúðir sem eru í senn afar fallegar og meðfærilegar. Ekki spillir fyrir að hægt er að endurvinna þær. Hér getur að líta uppskrift úr smiðju Lindu Ben þar sem haustjógúrtin er í aðalhlutverki. Um er að ræða morgungraut sem er undirbúinn kvöldið áður. Hann inniheldur hin bráðhollu chiafræ sem þurfa smátíma til að drekka í sig vökva og því er ákaflega heppilegt að undirbúa grautinn kvöldið áður og grípa með sér morguninn eftir.

Bláberja „yfir-nótt“-chiagrautur

 • 1 msk. chiafræ
 • 2 msk. hafrar
 • 1 dl vatn
 • 200 g íslensk haustjógúrt með íslenskum aðalbláberjum
 • ½ banani
 • 1 msk. möndlusmjör
 • 1 msk. saxaðar döðlur
 • 1 tsk. kókosmjöl

Aðferð:

 1. Setjið chiafræ og hafra í skál ásamt vatni, hrærið og leyfið því að standa í 10 mín.
 2. Bætið bláberjajógúrt út á skálina og blandið saman. Hægt er að loka skálinni og láta grautinn bíða yfir nótt inni í ísskáp eða borða strax.
 3. Skerið bananann í sneiðar og bætið út á skálina ásamt möndlusmjöri, söxuðum döðlum og kókosmjöli.
Ljósmynd/Linda Ben
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »