Svona er jóladagatal Royal Copenhagen í ár

Royal Copenhagen kynnir í fyrsta sinn jóladagatal á markað.
Royal Copenhagen kynnir í fyrsta sinn jóladagatal á markað. mbl.is/Royal Copenhagen

Royal Copenhagen stígur skref fram á við í fyrsta sinn með nýju aðventudagatali sem enginn fagurkeri má láta framhjá sér fara. 

Dagatalið geymir fjóra glugga, þar sem á bak við hverjar dyr leynast fjórar gjafir með glæsilegu póstulíni sem taka þig með í ferðalag um tæplega 250 ára gamla sögu. Hér er hvítt póstulínið, handmálað með bláum fínlegum línum sem skreyta diska, bolla og skálar - og nú fáanlegt í dagatali sem við efumst ekki um, en að verði eitt það vinsælasta fyrir þessi jólin. Þeir sem vilja gleðja sjálfan sig eða aðra með jóladagatali frá Royal Copenhagen, geta skoðað það nánar HÉR - en þar má skyggnast betur í hvað leynist á bak við hvern og einn glugga fyrir forvitnisnagga sem geta ekki beðið eftir að sjá. 

Þessa fínu bolla má meðal annars finna í dagatalinu.
Þessa fínu bolla má meðal annars finna í dagatalinu. mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is